fimmtudagur, júlí 26, 2007

Sól, sól, Seoul..


Tók ferjuna yfir Til Busan í Suður-Kóreu frá Hakata í Japan. Staldraði þar við í 2 daga og kom mér svo yfir til Seoul þar sem að ég er nú. Planið var að flýta fluginu mínu en gekk ekki eftir svo að ég sé fram á vikudvöl hér í Seoul og nágrenni. Hef heimsótt Panmunjeom og hlutlausa beltið við landamæri Norður-Kóreu. Þurfti að bóka ferð með ferðaskrifstofu Bandaríska hersins. Gaman að sjá Amerískar stærðir af fólki aftur eftir langa veru í Asíu.


Every highway that I go down
Seems to be longer than the last one i knew about,
Oh well


Arkaði á fjall með Filipseyjingi og Kanadabúa hérna í nágrenni Seoul en um 9km var að ræða. Ég get lofað að sá sem skrifaði um að þessi gönguleið væri bara miðlungs erfið, hefur ekki gengið hana sjálfur..