þriðjudagur, júní 26, 2007

Eitt land, tvö kerfi.


Það er til réttlæti í þessum heimi en það sýndu heimastrákarnir af skaganum er þeir unnu peningamaskínuna frá hlíðarenda. Ljúfur og sanngjarn sigur 2-1!
Ég kom mér loksins af brimbrettinu í Indónesíu og er kominn til Hong Kong. Þar býr King Kong.. trrrr tsss. Hérna ráða Kínverjar ríkjum en enn má finna bresk árhrif og eru þau þá kannski helst að hérna tala ansi margir ensku, sem er skemmtileg tilbreyting frá meginlandinu. Annars á ég flug snemma í fyrramálið til Tokyo, fjórðu bestu borgar í heimi.











mánudagur, júní 11, 2007

Java og Bali


Síðustu dagar hafa verið ansi bíssí en ég hef farið á fætur milli 3 og 4 síðustu morgna. Ástæða þess hafa verið fjalla-, frumskóga- og fornminjaferðir.
Skoðaði búdda hofið Borobudur sem eru í flokki með Bagan og Angkor Wat sem ein af mögnuðustu minjum Suðaustur Asíu. Einnig heimsótti ég hindú musterið Prambanan sem var yfirgefið einhverra hluta vegna strax eftir byggingu þess á 8 öld. Því næst var 6km frumskógarleiðangur fjallinu Merapi sem sagt er hættulegasta fjall Jövu. Það gaus síðast 1994 og drap hundruð manna þá. 2001 olli það flóðum og fjölda jarðskjálta sem varð meðal annars til þess að stór partur af musterunum í Prambanan hrundi.
Því næst fór ég í að fjallinu Bromo sem er virkt eldfjall á austurhluta Jövu.

Endaði þessa törn á 13 tíma rútuferð frá Cemero Lawang sem er bær við rætur fjallsins Bromo og hingað niður til Bali. Ein akgrein í hvora átt og umferðin einsog á háannatíma um verslunarmannahelgi. Rútubílstjórinn taldi sig vera F1 ökuþór og komumst við of nálægt dauðanum alltof alltof oft. Hér á Bali í bænum Kuta er allt troðið af Áströlum og svo Evrópubúum sem hafa gaman af að sörfa. Af það sem áður var er ég var oft eini gesturinn á hóstelunum á Jövu. En já, mikið hrikalega er gaman að reyna að sörfa og mikið rosalega er þetta þurr pistill. Góðar stundir.













laugardagur, júní 02, 2007

Hello Mister!



Ég veit, ég veit, ég veit.. netið er bara svo rosalega hægt hérna og svo fer gengi skagamanna í taugarnar á mér. Þakka þó fyrir að vera ekki fylgismaður KA, newcastle, breiðabliks, Vals eða Fram. Og svo erum VIÐ ofar en KR og er það það sem skiptir máli. Björtu hliðarnar maður... Ég heimsótti annars hálendi Malasíu, svokölluðu Kamerún hálöndin og flakkaði þar um mosavaxinn frumskóg ásamt að skoða te plantekrur þeirra heimamanna. Var nokkra extra daga þarna þar sem hitinn var verulega þægilegur og ekki þessi mikli raki.


Ég kom mér aftur til Singapúr og þaðan yfir til Jakarta höfuðborgar Indónesíu . Land sem kemst aðallega í fréttirnar fyrir flugslys, eldgos, jarðskjálfta og aðrar hörmungar. Engu að síður fjórða fjölmennasta land heims með íbúa uppá 230 milljónir og því fjölmennasta múslimaland heims. Lesendur geta spreytt sig á að svara hvaða lönd eru fjölmennari. í verðlaun er 5km laugardagsmorgun göngutúr með KA manninum. Og hvenær ætlar Dóri að svara tölvupóstinum mínum? Og afhverju kippi ég mér ekki upp við að rúmið mitt sé fullt af maurum? Æjá, og svo er ég staddur í borginni Yogyakarta á eyjunni Jövu.

NÝTT, NÝTT, Achtung!! ég lofa að blogga aftur næsta föstudag þar sem stefnt er á að vera á Balí í betra netsambandi. Má jafnvel búast við að ég svari Sterk á kommentakerfinu en ég hef bara ekki enn náð að venjast þessu öfugnefni hans.