fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Bush Will Rise And Fall!

Einsog sést á upphafsstöfum orðanna í fyrirsögninni þá er ég byrjaður að kafa. Þetta var ekki tekið með vetlingatökum heldur var manni bara skellt strax í búning og útí sjó! Hinn venjulegi maður fer fyrst í sundlaug en ég er óvenjulegur maður! Tíminn á Galapagos fór mest allur í köfun og lærdóm svo lítið annað var gert, ég fór þó í Darwin center og skoðaði mig um á túristastöðum. Gríðar dýralíf einsog flestir vita og svo búa þarna um 10.000 manns. Ég kláraði gráðuna "Open water diver" með glans og er því löggildur kafari niður að 18m, launahækkun bókud þar med í vinnunni.. Fór í 4 frábærar kafanir, þar sem ég syndi með risaskjaldbökum, hákörlum, sæljónum og selum. Önnur köfunin mín var þó skuggaleg þar sem skyggni var nánast ekkert og gríðarstraumur. Jamm, það mætti halda að maður hefði þetta í blóðinu ;)

Er kominn núna til Quito í Ekvador og flýg yfir til New York í fyrramálið. Verð svo kominn heim til Íslands 6:50 á mánudagsmorgun og stefnan er sett á að mæta beint í vinnu, "Notendaþjónusta Reiknistofnunnar góðan dag" Get ekki beðið..Mæti með nammi fyrir vinnufélagana, bæði gott nammi og svo vont nammi fyrir suma sem kláruðu japanska nammið frá Finni fyrir manni (skemmtilegt orð, nammi). Svo er náttúrulega að fela hina víðförlu jógúrtdós í skúmaskoti í bás Sigurðar. Það eru margar skyldurnar sem bíða manns í vinnunni.

Inga verður eftir á Galapagos í 2 vikur svo maður þarf að reyna að bjarga sér sjálfur.

1944 og örbylgja..

föstudagur, ágúst 20, 2004

Galapagos!

Frá því að ég lét heyra í mér síðast þá hef ég haft fótinn í 3 löndum. En svo ég byrji á byrjun þá var ferðinni heitið frá Potosi til Uyuni sem er smábær (og það á Íslenskan mælikvarða). Þar fórum við að skoða saltauðnir í 4x4 Jeppa einsog mælt var með. Að vera þarna var einsog að vera uppá jökli en í stað snjós var náttúrulega salt. Við keyrðum í um 2 tíma þar til við komum að eyju í miðju þessarar saltauðnar. Á eyjunni var að finna yfir 1000 ára gamla kaktusa og var þetta ákaflega absúrt! Ég kem myndum inn af þessu við fyrsta tækifæri. Internethraða var bara ekki að finna í Bólivíu en galapagosið lofar góðu. Eftir þetta komum við okkur til Sucre í næturrútu og flugum yfir til La Paz á fyrsta farrými, en vegna mistaka þá var vélin yfirbókuð og við þurftum að hanga þar með 6 öðrum.. skandall! ;) Ég gleymdi að segja frá því áður en áður en við fórum til Potosi þá skoðuðum við ein skýrustu og lengstu risaeðluspor í heimi! Þau fundust fyrir tilviljun bakvið steypustöð í Sucre. Sem betur fer þá er jarðvegurinn sem þau fundust í gagnslaus svo að sporin fengu að vera í friði þar til að það uppgötvaðist hvað þessar "holur" væru..
Jæja, í La Paz virkjaði ég kvennmanninn í mér og fór í verslunarleiðangur! Íþróttavörur eru glæpsamlega ódýrarar þarna og varla hægt að fá skó yfir 5000kr. Á móti kemur að ekki er heldur hægt að fá skó yfir 42 í stærð svo ég átti í smá vandræðum. Mér tókst þó að finna skó og íþróttaföt á mig, ásamt á ættingja (Ekkert á þig Siggi, þeir áttu ekkert í bleiku..).
Flugum svo frá La Paz yfir til Lima í Perú og þaðan yfir til Quito í Ekvador, en við lendingu sýndi Inga enn og aftur hversu magnaður íþróttamaður hún er. Við ótrúlegar erfiðar aðstæður þá sýndi hún einstaka lipurð við að halda jafnvægi með fullt glas af kaffi. Skemmtanagildi var uppá 10 en árangur nær 5... snilld!.
Það má segja að Ekvador sé komið tug ára á undan inní hina eftirsóttu vestrænu menningu miðað við Löndin tvö sem áður höfðu verið heimsótt. Þarna er líka að finna mun meira af betlurum og böggi og engum treystandi. Mikið af vopnuðu fólki og hvort sem búðin var leikfangabúð eða ríkisstofnun, þá voru vopnaðir verðir fyrir utan. Sagt er að þarna sé að finna mesta mun á fátækt og ríkidæmi í heiminum, þ.e.a.s.. mjög lítil millistétt..
Jamm.. maður saknar La Paz.
Svo var haldið frá Quito eftir 2 daga yfir til Galapagos. Hérna tók á móti manni hópur af Peligönum við hátíðlega athöfn..

Köfun er á dagskrá..


laugardagur, ágúst 14, 2004

Er staddur í Potosi.

Kominn til Potosi og vorum ad koma frá thvi ad skoda námurnar hérna. Fórum toluvert langt nidur i thaer en máttum passa okkur á vinnumonnunum sem voru ad bagsa vid thad ad keyra út hráefnid í hjólborum. Einsgott ad njóta borgarinnar thví talid er ad innan 20 ára verdi thetta draugaborg vegna thess ad thá verdur hráefnid uppurid. Svo ég vitni í guidinn "hver vill búa í 4000m haed eftir thad?". Hér búa 150.000 thúsund manns.

Aetlum ad fara i kvold til Uyni og skoda saltnámurnar thar en thaer eiga ad hafa engann sinn likan.

Afsaka skort a myndum en vonast til ad geta komist a nógu og hradvirkt netkaffihús í Sucre til ad daela thessu inn.

Loka skilabod eru svo til hennar Módur minnar, hún er vinsamlegast bedin um ad svara tolvupostinum frá frumburdinum..

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

The World´s most dangerous road!

Jæja, eftir 22 tíma ferðalag frá Cusco yfir til La Paz þar sem innifalið var 4 mismunandi rútur, ein viðgerð og eitt sprungið dekk þá komust við á leiðarenda. Erum búin að hafa það rólegt í La Paz en þetta er gríðar lifandi borg og skemmtilegt að vera í. 80´s tónlistaráhugi er áberandi með Roxette fremsta í flokki.
Ég og Inga fórum svo í dag í fjallahjólreiðtúr niður "The World´s most dangerous road!". Það hverfur 1 bíll á tveggja vikna fresti niður þetta bratta bjarg. Kannski ekki nema von þar sem þetta er snarbratt og einbreitt en þó umferð í báðar áttir. Flautan ræður ferð er komið er fyrir horn og einsgott að vera ekki fyrir. Óhætt er að segja að þetta hafi verið eitt skemmtilegasta sem ég hef gert. Að byrja í 4800 metra hæð og þjóta niður nánast í frjálsu falli niður í 12oo metra hæð yfir sjávarmáli og voru þetta heilir 63 km.
Við höfum komið okkur fyrir núna á hóteli hérna neðst í dalnum í bænum Coroico, en hérna endaði hjólaferðin.
Ætlunin er svo að fljúga til borgarinnar Sucre og fara þar yfir til borgarinnar Potosí, en þess má geta að hún er sú hæðsta í heimi, í 4090m hæð. Hún var einnig um árið 1830 stærsta borg í suður ameríku og stærri en London þá..
Jæja, maturinn kallar... ç



[Mont innskot ritstj.] Af 40 manna hóp, thá var ég fyrstur nidur. Fannst thetta verda ad koma fram! :)


laugardagur, ágúst 07, 2004

Á leid til Bolivíu!

Var ad koma úr frumskógi Amazon, en vid vorum í grennd vid baeinn Puerto Maldonado. Frá honum var 3 tíma sigling inn ad Tambopata svaedinu þar sem vid gistum innan um apa, slongur, tarantúlur, krókodíla, páfagauka, moskító flugur og onnur dýr sem urdu a vegi okkar. Var þetta fín hvíld eftir Inca gonguna miklu, og munur ad fara ur nánast frosti í 32 stiga hita!
Vid erum komin til Cusco núna (millilent hér eftir flug frá Purerto Maldonado) en hópurinn okkar hélt áfram í flugi til Lima. Hédan aetlum vid ad taka rútu til La Paz í Boliviu, en hún er um 15 tíma á leidinni og leggur af stad 9 í kvold.

(þess má geta ad myndirnar eru unnar í paint shop pro fyrir hina vantrúudu.. )

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Ísí Písí, Lemon Skvísí.

Eftir 4 daga gongu upp og nidur andesfjollin thá komumst vid á leidarenda. Nu tekur vid 2 daga vist i frumskogum Peru.. Meira um allt thetta sídar :)