mánudagur, janúar 17, 2005

Staddur a landamaerum Congo og Uganda.

Eg er staddur i baenum Kisoro a landamaerum Congo og Uganda. Var ad koma fra frumskogi Congo en thar forum vid ad skoda gorillur. Ogleymanlegt, einu ordi sagt og hef aldrei verid jafn hraeddur thegar thetta 2 metra dyr og hálft tonn a thyngd stod upp og bardi brjostkassann, eftir ad vid trufludum svefn thess. Ferdin hefur gengid nanast afallalaust, sma bilun i bilnum i 20 tima og svo Inga veik/slopp i 3 daga en annars allt i godum gir. Damn.. dyrasta internetkaffi sem eg hef farid a!

föstudagur, janúar 07, 2005

Afríka kallar.

Nú er ferðinni heitið til Afríku. Kenýa varð fyrir valinu ásamt Úganda og Rúanda. Hér má sjá föndraða mynd af mér, af leið þeirri sem ætlunin er að fara. Merkt með vinstri grænu..

Brottför er 8 jan til london og svo áfram til Nairobi í kenýa. Ég á að vera kominn í hitann 21:00 að staðartíma þann 9 jan.

Komudagur til íslands er svo 24 jan ,en brottför frá Nairobi er 23jan með millilendingu í London.

Ég mun blogga ef aðstæður leyfa.