fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Bush Will Rise And Fall!

Einsog sést á upphafsstöfum orðanna í fyrirsögninni þá er ég byrjaður að kafa. Þetta var ekki tekið með vetlingatökum heldur var manni bara skellt strax í búning og útí sjó! Hinn venjulegi maður fer fyrst í sundlaug en ég er óvenjulegur maður! Tíminn á Galapagos fór mest allur í köfun og lærdóm svo lítið annað var gert, ég fór þó í Darwin center og skoðaði mig um á túristastöðum. Gríðar dýralíf einsog flestir vita og svo búa þarna um 10.000 manns. Ég kláraði gráðuna "Open water diver" með glans og er því löggildur kafari niður að 18m, launahækkun bókud þar med í vinnunni.. Fór í 4 frábærar kafanir, þar sem ég syndi með risaskjaldbökum, hákörlum, sæljónum og selum. Önnur köfunin mín var þó skuggaleg þar sem skyggni var nánast ekkert og gríðarstraumur. Jamm, það mætti halda að maður hefði þetta í blóðinu ;)

Er kominn núna til Quito í Ekvador og flýg yfir til New York í fyrramálið. Verð svo kominn heim til Íslands 6:50 á mánudagsmorgun og stefnan er sett á að mæta beint í vinnu, "Notendaþjónusta Reiknistofnunnar góðan dag" Get ekki beðið..Mæti með nammi fyrir vinnufélagana, bæði gott nammi og svo vont nammi fyrir suma sem kláruðu japanska nammið frá Finni fyrir manni (skemmtilegt orð, nammi). Svo er náttúrulega að fela hina víðförlu jógúrtdós í skúmaskoti í bás Sigurðar. Það eru margar skyldurnar sem bíða manns í vinnunni.

Inga verður eftir á Galapagos í 2 vikur svo maður þarf að reyna að bjarga sér sjálfur.

1944 og örbylgja..

föstudagur, ágúst 20, 2004

Galapagos!

Frá því að ég lét heyra í mér síðast þá hef ég haft fótinn í 3 löndum. En svo ég byrji á byrjun þá var ferðinni heitið frá Potosi til Uyuni sem er smábær (og það á Íslenskan mælikvarða). Þar fórum við að skoða saltauðnir í 4x4 Jeppa einsog mælt var með. Að vera þarna var einsog að vera uppá jökli en í stað snjós var náttúrulega salt. Við keyrðum í um 2 tíma þar til við komum að eyju í miðju þessarar saltauðnar. Á eyjunni var að finna yfir 1000 ára gamla kaktusa og var þetta ákaflega absúrt! Ég kem myndum inn af þessu við fyrsta tækifæri. Internethraða var bara ekki að finna í Bólivíu en galapagosið lofar góðu. Eftir þetta komum við okkur til Sucre í næturrútu og flugum yfir til La Paz á fyrsta farrými, en vegna mistaka þá var vélin yfirbókuð og við þurftum að hanga þar með 6 öðrum.. skandall! ;) Ég gleymdi að segja frá því áður en áður en við fórum til Potosi þá skoðuðum við ein skýrustu og lengstu risaeðluspor í heimi! Þau fundust fyrir tilviljun bakvið steypustöð í Sucre. Sem betur fer þá er jarðvegurinn sem þau fundust í gagnslaus svo að sporin fengu að vera í friði þar til að það uppgötvaðist hvað þessar "holur" væru..
Jæja, í La Paz virkjaði ég kvennmanninn í mér og fór í verslunarleiðangur! Íþróttavörur eru glæpsamlega ódýrarar þarna og varla hægt að fá skó yfir 5000kr. Á móti kemur að ekki er heldur hægt að fá skó yfir 42 í stærð svo ég átti í smá vandræðum. Mér tókst þó að finna skó og íþróttaföt á mig, ásamt á ættingja (Ekkert á þig Siggi, þeir áttu ekkert í bleiku..).
Flugum svo frá La Paz yfir til Lima í Perú og þaðan yfir til Quito í Ekvador, en við lendingu sýndi Inga enn og aftur hversu magnaður íþróttamaður hún er. Við ótrúlegar erfiðar aðstæður þá sýndi hún einstaka lipurð við að halda jafnvægi með fullt glas af kaffi. Skemmtanagildi var uppá 10 en árangur nær 5... snilld!.
Það má segja að Ekvador sé komið tug ára á undan inní hina eftirsóttu vestrænu menningu miðað við Löndin tvö sem áður höfðu verið heimsótt. Þarna er líka að finna mun meira af betlurum og böggi og engum treystandi. Mikið af vopnuðu fólki og hvort sem búðin var leikfangabúð eða ríkisstofnun, þá voru vopnaðir verðir fyrir utan. Sagt er að þarna sé að finna mesta mun á fátækt og ríkidæmi í heiminum, þ.e.a.s.. mjög lítil millistétt..
Jamm.. maður saknar La Paz.
Svo var haldið frá Quito eftir 2 daga yfir til Galapagos. Hérna tók á móti manni hópur af Peligönum við hátíðlega athöfn..

Köfun er á dagskrá..


laugardagur, ágúst 14, 2004

Er staddur í Potosi.

Kominn til Potosi og vorum ad koma frá thvi ad skoda námurnar hérna. Fórum toluvert langt nidur i thaer en máttum passa okkur á vinnumonnunum sem voru ad bagsa vid thad ad keyra út hráefnid í hjólborum. Einsgott ad njóta borgarinnar thví talid er ad innan 20 ára verdi thetta draugaborg vegna thess ad thá verdur hráefnid uppurid. Svo ég vitni í guidinn "hver vill búa í 4000m haed eftir thad?". Hér búa 150.000 thúsund manns.

Aetlum ad fara i kvold til Uyni og skoda saltnámurnar thar en thaer eiga ad hafa engann sinn likan.

Afsaka skort a myndum en vonast til ad geta komist a nógu og hradvirkt netkaffihús í Sucre til ad daela thessu inn.

Loka skilabod eru svo til hennar Módur minnar, hún er vinsamlegast bedin um ad svara tolvupostinum frá frumburdinum..

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

The World´s most dangerous road!

Jæja, eftir 22 tíma ferðalag frá Cusco yfir til La Paz þar sem innifalið var 4 mismunandi rútur, ein viðgerð og eitt sprungið dekk þá komust við á leiðarenda. Erum búin að hafa það rólegt í La Paz en þetta er gríðar lifandi borg og skemmtilegt að vera í. 80´s tónlistaráhugi er áberandi með Roxette fremsta í flokki.
Ég og Inga fórum svo í dag í fjallahjólreiðtúr niður "The World´s most dangerous road!". Það hverfur 1 bíll á tveggja vikna fresti niður þetta bratta bjarg. Kannski ekki nema von þar sem þetta er snarbratt og einbreitt en þó umferð í báðar áttir. Flautan ræður ferð er komið er fyrir horn og einsgott að vera ekki fyrir. Óhætt er að segja að þetta hafi verið eitt skemmtilegasta sem ég hef gert. Að byrja í 4800 metra hæð og þjóta niður nánast í frjálsu falli niður í 12oo metra hæð yfir sjávarmáli og voru þetta heilir 63 km.
Við höfum komið okkur fyrir núna á hóteli hérna neðst í dalnum í bænum Coroico, en hérna endaði hjólaferðin.
Ætlunin er svo að fljúga til borgarinnar Sucre og fara þar yfir til borgarinnar Potosí, en þess má geta að hún er sú hæðsta í heimi, í 4090m hæð. Hún var einnig um árið 1830 stærsta borg í suður ameríku og stærri en London þá..
Jæja, maturinn kallar... ç



[Mont innskot ritstj.] Af 40 manna hóp, thá var ég fyrstur nidur. Fannst thetta verda ad koma fram! :)


laugardagur, ágúst 07, 2004

Á leid til Bolivíu!

Var ad koma úr frumskógi Amazon, en vid vorum í grennd vid baeinn Puerto Maldonado. Frá honum var 3 tíma sigling inn ad Tambopata svaedinu þar sem vid gistum innan um apa, slongur, tarantúlur, krókodíla, páfagauka, moskító flugur og onnur dýr sem urdu a vegi okkar. Var þetta fín hvíld eftir Inca gonguna miklu, og munur ad fara ur nánast frosti í 32 stiga hita!
Vid erum komin til Cusco núna (millilent hér eftir flug frá Purerto Maldonado) en hópurinn okkar hélt áfram í flugi til Lima. Hédan aetlum vid ad taka rútu til La Paz í Boliviu, en hún er um 15 tíma á leidinni og leggur af stad 9 í kvold.

(þess má geta ad myndirnar eru unnar í paint shop pro fyrir hina vantrúudu.. )

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Ísí Písí, Lemon Skvísí.

Eftir 4 daga gongu upp og nidur andesfjollin thá komumst vid á leidarenda. Nu tekur vid 2 daga vist i frumskogum Peru.. Meira um allt thetta sídar :)

föstudagur, júlí 30, 2004

Er kominn í land.

Sigling um Titicaca vatn er búid og gert. Fórum fyrst útí eyjuna Taquila og röltum yfir hana á um 2 tímum. Komum vid í midbænum og sáum thar hátíd á adaltorginu. Átum thar ljúfan kingfish veiddan beint úr vatninu. Thar á eftir var siglt til Amantini eyjunnar en thar var meiningin ad gista hjá innfæddum. Vid fengum ad gista hjá 5 manna fjolskyldu og má segja ad betri svefn hafi vid varla fengid í ferðinni. En ádur en ad svefninum kom var fótbolti spiladur. Skipt var innfæddir á móti útlendingum. Ég plantadi mér náttúrulega fram á völlinn enda skeinuhættur sóknarmadur med baneitraðan vinstri fót. Thad var ekki ad sökum ad spyrja, kallinn plantadi boltanum í netid vid fyrsta tækifæri. Tap var þó stadreynd enda lítid grín ad spila knattspyrnu í 4000metra hæd :) Deginum var svo slúttad med thvi ad horfa á sólsetrid frá hæðsta punkti eyjunnar. Þar á eftir tók við máltíð með fjölskyldunni en boðið var uppá magnaða kartöflusúpu. Hér eru allar máltíðir með kartöflum! Þar á eftir var farid í félagsheimili þeirra eyjaskeggja og fagnað þjóðhátíðardegi Perúbúa. Þar vorum við klædd upp að hætti Perúbúa og dönsudum fram eftir kvöldi.
Dagurinn eftir fór svo í að skoða hinar fljótandi Uros eyjur ásamt því að flakka um borgina Puno. Daginn eftir var komið á stórskemmtilegu ferðalagi sem hófst í Puno og var næsti viðkomustaður hin frábæra borg Cusco. Er um 2 tímar voru búnir af því ferðalagi þá hrundi rútan (benz í eldri kantinum) . Viðhald á vélum hér í Perú felst víst í því að ekkert er gert fyrr en gripurinn bilar, að sögn leiðsögumannsins. Jebb, eftir 2 tíma "viðgerð" hjá rútubílstjóranum þá komst hún aftur í gang og liðinu smalað inn. Nýja rútan sem okkur var reyndar lofað innan hálftíma frá bilun (á perúsku tímatali, þar sem "eftir hálftíma" getur þýtt eftir klukkutíma eða viku) hafði ekki enn sést. Jæja, á stað var haldið og eftir um 3 mínútur þá stoppaði hún algjörlega við mikla "ánægju" hinna mjög svo pirruðu Hollendinga sem voru með okkur í rútunni. Við þetta óhapp tilkynnir þernan í rútunni að rúta sé á leið frá Puno og að hún sé að leggja af stað núna. Gaman að þessu og þetta áætlaða 6 tíma ferðalag varð að 12 tímum og nýja rútan sömu gæða og gamall strætisvagn. Borgin Cusco hefur þó fengið okkur til að gleyma þessu öllu enda mögnuð 300.000 manna borg og okkar síðasti viðkomustaður áður en haldið er í 4 daga göngu til Machu Picchu . Við leggjum af stað 4 í fyrramálið.

Eitt sem hefur vakið athygli mína er hvað mörg hús hérna í Perú eru ókláruð. Það virðist alltaf vanta eitthvað uppá að klára herbergi, þak, glugga, osfrv. Í dag komst ég að því að óklárað hús þýðir að þú þarft ekki að borga skatta af því, fyrr en það er tilbúið! Stórskemtilega áhugavert system.
Þess má geta að hér sest sólin alltaf um 6 og eftir það er orðið svartamyrkur.
Svona til að strá salti í sárið hjá sumum sem verða að borga um 10$ fyrir klukkutímann á interneti, þá er ég að borga 30 kr. fyrir klukkutímann hérna í Perú.
Hinir kröfuhörðu og mössuðu áðdáendur þessarar síðu geta hresst sig við því að það eru komnar myndir! :) Þær má sjá með því að smella hér! eða hér > http://www.hi.is/~einarv/peru
Til að koma því á hreint og vegna gríðarfjölda fyrirspurna, þá er í lagi að nota myndirnar af mér sem bakgrunn í tölvunni.

mánudagur, júlí 26, 2004

Kominn til Puno.

Strùtakjotid og Lamadyrid runnu ljúflega nidur, 5 stjornur thar.  Thà à madur bara eftir ad smakka naggrìsinn.

Erum annars stodd núna í um 4000 metra hæd í bænum Puno (150.000) . Fórum mest í 5000metra í Andesfjollunum í fyrradag.  Thad sem búid er ad gerast hingad til er ad vid fórum í Colca Canyon en thetta er um 120km langt og djúpt gil sem fannst thó ekki fyrr en um 1930!  Sáum thar tug af Andeskondórum en hann er stærsti fleygi fuglinn í heiminum, með 3,5 metra vænghaf,mognud sjón! Fórum svo í 2 tíma gonguferd í sveitinni tharna í kring. Lítil thróun hefur átt sér stad thar og er enn notast vid asna sem burdadýr og naut til ad plægja akurinn.  Endudum svo daginn á thví ad fara í "heitan hver". Thetta var eiginlega svona stór sundlaug med heitu vatni og svoleidis pakkad af fólki í lauginni. Gistum svo í litlu thorpi, íbúafjoldi um 1200 manns. Thar var 3 daga hátíd í gangi sem virtist ganga útá thad ad lúdrasveit gekk í hring um bæinn og spiladi somu 2 login allan tímann! Sídan bættist fólk í skrúdgonguna og fór úr eftir thví sem thví endist "drykkju"threk.  En lúdrasveitin hafdi spilad stanslaust í rúmlega 50 tíma og var enn ekki hætt er vid fórum úr bænum. Eyrnatapparnir komu ad gódum notum um nóttina.  Vid slógumst thó í skrúdgonguna í gærkvoldi og donsudum med theim í thónokkurn tíma,  jebb, thid lásud rétt, ég og Inga donsudum! :)  

Thad sem er fyrirstafni er ad fara útí í eyju í Titicaca vatni og gista hjá innfæddum. Thar er ekkert rafmagn svo thetta verdur ævintýri.

föstudagur, júlí 23, 2004

Staddur i Arequipa, Peru.

Er staddur í Arequipa sem er um 700 thúsund manna borg og naest staerst i Peru. Eg er ad ferdast med 12 manns en hopurinn stendur af parinu Kevin og Rosie sem eru forritari og kennari frá Englandi í kringum 30 ára. Bretinn Robert um 30 ara,  sem vinnur vid rannsoknir fyrir banka og svo er thad Luzy sem er 23 ára sem fekk thessa ferd i tilefni útskrftarinnar sem logfraedingur.. Oheppnin hefur elt hana en hún hefur verid veik ofl. Hamra 28 ára, kemur frá USA en hún er atvinnulaus og i tilefni thess skellti hún sér í thessa ferd :) . Alska (27 ara) kemur frá Hollandi og svo er thad Stjórnandinn hún Carolina sem er 28 ára frá Canada. Virkilega gódur og hress hópur. Svo eru thad náttúrulega vid Islendingarnir, Dadi, Eyrun og Inga.

Hitastigid hérna í Peru hefur verid í kringum frostmark a nóttunni en svona í kringum 10-14 grádur a daginn svo thetta hefur ekkert verid neitt sól og sumarí hingad til :) Verdlag herna fyrir máltid a veitingahúsi er svona 400kr.  og snarl,gos og annad innan vid 50kr.  Thad er lítid áreiti hérna og hinn venjulegi Perubúi mjog vingjarnlegir. Reyndar er mjog lítid enskukunnátta hérna svo thad hefur reynt theim mun meira a spánsku kunnáttu mína *hóst* :) 

í gaer voknudum vid um 7 og fórum beint í siglingu til eyjanna Ballestas thar sem haegt var ad sjà saeljòn, morgjaesir ofl. Eftir thad var farid ad skoda gamlann  pre-Inca kirkjugard med múmíum, mjog spúkí. Thví midur er hann illa farinn enda grafraeningjar stolid flestu verdmaetu í gegnum aldirnar, thá spánverjarnir helst. Forum thar eftir í eydimorkina og keyrdum thar um i svona "dune boogie" bíl og var thetta líkt og ad vera rollercoster. Fórum svo nidur sandoldurnar a "snjó"bretti a ógnarhrada, MAGNAD! Fáir thordu en ég og Inga létum okkur hafa thad enda annálud ofurmenni! Svo var farid ad skoda hinar fraegu Nasca Línur, en thaer sjást adeins úr lofti en thaer fundust í kringum 1920 thegar byrjad var ad fljúga tharna yfir.  Thvílík flugferd! Smá rella sem flaug med okkur en hún skoppadi upp og nidur, hélt engu jafnvaegi og thetta voru laaaaaaaaaaangar 35 mínútur!  Eg tapadi innihaldi magans míns svona 1 mín fyrir lendingu eftir mikla baráttu vid innri máttarvold.  Thó ógleymanlegt!.  Tókum svo naeturrútu hingad en hún var theim kostum búin ad haegt var ad halla saetum langt aftur og nóg pláss fyrir faetur, loksins, enda medalmadur hér um 165cm á haed.  Tveggja haeda high tech rúta semsagt :)    Jaeja, erum farin ad borda strúta kjot hérna á veitingastadnum Zig Zag.. spennó! 

þriðjudagur, júlí 20, 2004

ferdalag.

Er vid hesta heilsu i Pisco i Peru. :)

En that sem buid er er eftirfarandi:
Lenti i New york um 9 leitid og tok leigubil til vinkonu Ingu sem byr i Harlem! Hverfid hefur tho toluvert batnad sidan madur horfdi a glaepamyndirnar i denn. Tokum svo fostudaginn i ad fara um alla New York og subway-id notad til thess. Forum i central park, guggenheim (forum reyndar ekki inn, voru svo omerkilegar syningar i gangi :) )  Forum einnig a grand central lestarstodina og thadan yfir a time squere. Sidan var Chinatown og little Itali thraett med frelsisstyttuna sem endastod.  Orkudum svo i fangid a gamalli vinkonu Ingu!  Otrulegt, i margra milljon manna samfelagi.. jaeja, litill heimur :)   Toppudum svo daginn a ad fara a sushi stad saman og bordudum a okkur gat. Dagurinn eftir for adallega i verslun med vidkomu i greenwitch village og soho hverfinu.

Komum okkur svo til Peru. Thad vard taeplega tveggja tima tof a fluginu svo ad vid lentum i thvi ad hlaupa milli flugvela i Miami en flugvelin beid eftir okkur :)   sma stress.  Komum svo um 11 ad kvoldi til Lima, Peru. Vorum ekki buin ad boka hotel en treystum a ad vid fengjum gistingu a hotelinu sem vid vorum buin ad panta daginn eftir. Vorum ekki that heppinn, svo vid endudum a runtinum med taxi bílstjóranum okkar i leit ad hoteli. Fjallhress leigubílstjóri og lítid mál :)   Dagur eitt i Lima for svo í hitt og thetta, en adalega ad venjast bara umhverfinu. Inga bordadi á local markadi sem lét kolaportid líta út sem 3 stjornu matsolu stad. Hún hefur ekki enn fengid í magann, eda svo segir hún :) Erum svo komin í dag til Pisco thar sem vid munum fara í siglingu ásamt thví ad fara á rúntinn í rallýbíl í eydimorkinni. Munum einnig fara a snjóbretti á sendinum nidur einhverjar staedstu sandoldur sem fyrirfinnast.  Meira af thví sídar.

kvedja,
Einar