laugardagur, júní 02, 2007

Hello Mister!



Ég veit, ég veit, ég veit.. netið er bara svo rosalega hægt hérna og svo fer gengi skagamanna í taugarnar á mér. Þakka þó fyrir að vera ekki fylgismaður KA, newcastle, breiðabliks, Vals eða Fram. Og svo erum VIÐ ofar en KR og er það það sem skiptir máli. Björtu hliðarnar maður... Ég heimsótti annars hálendi Malasíu, svokölluðu Kamerún hálöndin og flakkaði þar um mosavaxinn frumskóg ásamt að skoða te plantekrur þeirra heimamanna. Var nokkra extra daga þarna þar sem hitinn var verulega þægilegur og ekki þessi mikli raki.


Ég kom mér aftur til Singapúr og þaðan yfir til Jakarta höfuðborgar Indónesíu . Land sem kemst aðallega í fréttirnar fyrir flugslys, eldgos, jarðskjálfta og aðrar hörmungar. Engu að síður fjórða fjölmennasta land heims með íbúa uppá 230 milljónir og því fjölmennasta múslimaland heims. Lesendur geta spreytt sig á að svara hvaða lönd eru fjölmennari. í verðlaun er 5km laugardagsmorgun göngutúr með KA manninum. Og hvenær ætlar Dóri að svara tölvupóstinum mínum? Og afhverju kippi ég mér ekki upp við að rúmið mitt sé fullt af maurum? Æjá, og svo er ég staddur í borginni Yogyakarta á eyjunni Jövu.

NÝTT, NÝTT, Achtung!! ég lofa að blogga aftur næsta föstudag þar sem stefnt er á að vera á Balí í betra netsambandi. Má jafnvel búast við að ég svari Sterk á kommentakerfinu en ég hef bara ekki enn náð að venjast þessu öfugnefni hans.