Síðustu dagar hafa verið ansi bíssí en ég hef farið á fætur milli 3 og 4 síðustu morgna. Ástæða þess hafa verið fjalla-, frumskóga- og fornminjaferðir.
Skoðaði búdda hofið Borobudur sem eru í flokki með Bagan og Angkor Wat sem ein af mögnuðustu minjum Suðaustur Asíu. Einnig heimsótti ég hindú musterið Prambanan sem var yfirgefið einhverra hluta vegna strax eftir byggingu þess á 8 öld. Því næst var 6km frumskógarleiðangur fjallinu Merapi sem sagt er hættulegasta fjall Jövu. Það gaus síðast 1994 og drap hundruð manna þá. 2001 olli það flóðum og fjölda jarðskjálta sem varð meðal annars til þess að stór partur af musterunum í Prambanan hrundi.
Því næst fór ég í að fjallinu Bromo sem er virkt eldfjall á austurhluta Jövu.
.jpg)