mánudagur, júní 11, 2007

Java og Bali


Síðustu dagar hafa verið ansi bíssí en ég hef farið á fætur milli 3 og 4 síðustu morgna. Ástæða þess hafa verið fjalla-, frumskóga- og fornminjaferðir.
Skoðaði búdda hofið Borobudur sem eru í flokki með Bagan og Angkor Wat sem ein af mögnuðustu minjum Suðaustur Asíu. Einnig heimsótti ég hindú musterið Prambanan sem var yfirgefið einhverra hluta vegna strax eftir byggingu þess á 8 öld. Því næst var 6km frumskógarleiðangur fjallinu Merapi sem sagt er hættulegasta fjall Jövu. Það gaus síðast 1994 og drap hundruð manna þá. 2001 olli það flóðum og fjölda jarðskjálta sem varð meðal annars til þess að stór partur af musterunum í Prambanan hrundi.
Því næst fór ég í að fjallinu Bromo sem er virkt eldfjall á austurhluta Jövu.

Endaði þessa törn á 13 tíma rútuferð frá Cemero Lawang sem er bær við rætur fjallsins Bromo og hingað niður til Bali. Ein akgrein í hvora átt og umferðin einsog á háannatíma um verslunarmannahelgi. Rútubílstjórinn taldi sig vera F1 ökuþór og komumst við of nálægt dauðanum alltof alltof oft. Hér á Bali í bænum Kuta er allt troðið af Áströlum og svo Evrópubúum sem hafa gaman af að sörfa. Af það sem áður var er ég var oft eini gesturinn á hóstelunum á Jövu. En já, mikið hrikalega er gaman að reyna að sörfa og mikið rosalega er þetta þurr pistill. Góðar stundir.