þriðjudagur, júní 26, 2007

Eitt land, tvö kerfi.


Það er til réttlæti í þessum heimi en það sýndu heimastrákarnir af skaganum er þeir unnu peningamaskínuna frá hlíðarenda. Ljúfur og sanngjarn sigur 2-1!
Ég kom mér loksins af brimbrettinu í Indónesíu og er kominn til Hong Kong. Þar býr King Kong.. trrrr tsss. Hérna ráða Kínverjar ríkjum en enn má finna bresk árhrif og eru þau þá kannski helst að hérna tala ansi margir ensku, sem er skemmtileg tilbreyting frá meginlandinu. Annars á ég flug snemma í fyrramálið til Tokyo, fjórðu bestu borgar í heimi.