Hér fara heimilislausir úr skónum áður en þeir leggjast á bekkinn eða skríða inní kassann sinn. Jebb, ég er í Japan og maður verður sjálfkrafa svo kurteis, jafnvel kurteisari en ég var fyrir og hneigi mig fyrir öllum sem ég mæti. Verðlag á matvörum er svona rúmlega helmingi ódýrara en á Íslandi svo þau eiga langt í land með að ná okkur þrátt fyrir að Tókíó eigi að vera ein sú dýrasta í heimi, Ísland er bezt! Þetta er ákaflega áhugavert þjóðfélag og hef ég loks fengið að nota Japönskuna sem ég lærði af tvíhöfða um árið er þeir hringdu ávallt í sama japanann sem talaði enga ensku. Arigató, sajonara, gengi des, konnisíva og fleiri stuð orð hafa hrokkið af vörum mínum líkt og innlendur sé. Veðrið hefur líka verið ljúft, loksins fengið hita undir 30 gráðum en það hefur þó alltaf verið smá skúrir hvern dag sem er passlegt því ég sendi akkúrat regnjakkann minn heim er ég var í Hong Kong.
Gamanið varð hvað mest á sunnudaginn í Harajuku en þar má finna almenningsgarð sem fyllist á sunnudögum af fólki og af fólki að skoða fólk. Þarna má finna unglinga klædda upp sem t.d. manga persónur eða sem einhverjar gotneskar fígúrur. Einnig er að finna fullorðið fólk klædd sem rokkabíllí eða grease persónur og dansa þarna frá sér allt vit og lifa sig algjörlega inní þetta. Svo má finna tug hljómsveita spilandi um allan garð með 30 metra millibili ásamt fólki að reyna að læra að dansa, gera sirkusatriði, jóga og jú neim it. Magnað! Ég var svo á álagstíma í Shinjuku neðarjarðarstöðinni en um 800.000 manns fara um hana daglega sem gerir hana þá fjölförnustu í heimi.. þið getið ímyndað ykkur eða kannski ekki.
Er kominn til Kyoto með hröðustu lest sem ég ef stigið fæti inní, að horfa útum gluggann var líkt og að horfa á kvíkmynd á fast forward. Fékk mér hráan mat líkt og flögufrændur kalla þetta, aftur, í tilefni komu minnar hingað. Við hin, köllum þetta sushi.
Hversu lélegir eru þessir terróristar á Bretlandi? Þessir náðu að drepa 100 saklausa borgara.