föstudagur, júlí 13, 2007

fjallaferð..


Ég heimsótti Nagasaki sem er þekkt fyrir að vera hin borgin sem fékk á sig kjarnorkusprengju, sú var einnig mun öflugri en Hiroshima sprengjan en ég hlífi ykkur við friðarboðskapnum, maður er orðinn alltof mjúkur eitthvað. Fylgir það því að mér finnst ég vera að fitna?

Er annars í borginni Beppu sem eru hálfgerðir Hveravellir þeirra Japana. Heimsótti Usuki í gær en hún kom hvað mest á óvart fyrir það að það var ekki rigning. Hér hefur ringt daglega síðustu vikuna.

Áætlun mín var að finna steingerðar Búdda styttur um 5-6 kílómetra frá bænum. Ég fékk handteiknað kort á lestarstöðinni ásamt að fá eitt ljótasta hjól sem ég hef séð. Sem betur fer er ég einn af fáum sem get haldið cool-inu á svona fararskjóta. Kortið var arfaslæmt og gerði ekkert gagn. Ég hjólaði því bara í átt til fjalla og líklega tugi kílómetra of mikið. En komst á leiðarenda með hjálp vegagerðamanna, hverjum hefði dottið það í hug!


Stelpurnar í móttökunni sögðu mér að á morgun er spáð að fellibylur gangi hér yfir. Ég mun því verða hér einn dag í viðbót til að upplifa það fjör.