mánudagur, júlí 09, 2007

Manhattan verkefnið..


Borgin Hiroshima er þekktust fyrir að vera heimsins fyrsta skotmark þar sem kjarnorkusprengja var notuð. Aðal ástæða þess að hún varð fyrir valinu, fyrir utan stærð hennar, var að hér var ekki talið að finna stríðsfanga í seinni heimstyrjöldinni. Einnig hafði ekki verið gerðar loftárásir á hana svo að auðvelt var fyrir Bandaríkjamenn að sjá mátt sprengjunnar sem þeir höfðu eytt 2 milljörðum USD ásamt að hafa 125.000 manns í vinnu við að hanna í yfir 3 ár. Svo gerðist það 6 ágúst 1945 að þessi stríðsglæpur var framinn, Enola Gay varpaði sprengjunni “little boy” sem olli því að 140.000 manns létu lífið. Það er álit manna að sprengjan breytti litlu nema að flýta fyrir uppgjöf Japana en þeir voru náttúrulega búnir að tapa stríðinu er að þessum tímapunkti kom.


Ég skoðaði Kjarnorkusprengju hvolfþaks bygginguna (a-bomb dome) sem er ein af fáum byggingum sem stóðu eftir sprenginguna. Flakkaði svo um friðargarðinn og endaði á að skoða friðarsafnið. Með S-21 safninu í Kambódíu þá er þetta átakalegasta safn sem ég hef skoðað.
Ég hef skoðað 4 aðrar borgir. Borgina Nara þar sem stærstu timburbyggingu heims er að finna ásamt að hafa skoðað Kyoto, Kobe og Himeji.