Ég tók flug klukkan 17:30 í Seoul og lenti samdægurs klukkan 11:00 í Seattle eftir 10 tíma flug. Nótt varð því að degi og græddi ég heilan dag. Ég var því kominn á slóðir landnámsmannana Bó og Péturs Vil á vesturströnd kanalands, Seattle. Skoðaði EMP sem er tónlistar og vísindaskáldsögusafn í eigu Paul Allen. Þar er saga Seattle senunnar, Jimi Hendrix og rafmagnsgítarsins rakin á magnaðan hátt. Einnig mátti skoða ansi marga hluti úr frægum kvikmyndum. Skoðaði Pike markaðinn, fyrsta starbucks, miðbæinn, gamla holræsakerfið, Key Arena og allt heimilislausa fólkið fór ekki framhjá nokkrum manni. fór einnig á víkingahátíð ásamt að líta við á krókódíla barinn þar sem flest grunge böndin byrjuðu sinn feril. Ég rétt missti af skotbardaga þarna í miðbænum um miðjan sunnudag. Annars líkaði mér gríðar vel við þessa borg.
fimmtudagur, ágúst 02, 2007
Aftur til framtíðar..
Ég tók flug klukkan 17:30 í Seoul og lenti samdægurs klukkan 11:00 í Seattle eftir 10 tíma flug. Nótt varð því að degi og græddi ég heilan dag. Ég var því kominn á slóðir landnámsmannana Bó og Péturs Vil á vesturströnd kanalands, Seattle. Skoðaði EMP sem er tónlistar og vísindaskáldsögusafn í eigu Paul Allen. Þar er saga Seattle senunnar, Jimi Hendrix og rafmagnsgítarsins rakin á magnaðan hátt. Einnig mátti skoða ansi marga hluti úr frægum kvikmyndum. Skoðaði Pike markaðinn, fyrsta starbucks, miðbæinn, gamla holræsakerfið, Key Arena og allt heimilislausa fólkið fór ekki framhjá nokkrum manni. fór einnig á víkingahátíð ásamt að líta við á krókódíla barinn þar sem flest grunge böndin byrjuðu sinn feril. Ég rétt missti af skotbardaga þarna í miðbænum um miðjan sunnudag. Annars líkaði mér gríðar vel við þessa borg.