miðvikudagur, ágúst 08, 2007

Viva México!


Lenti um miðnætti í Mexíkó borg og við tók að finna hostelið sem ég hafði bókað ásamt leigubílstjóranum mínum. Hann talaði ekki ensku frekar en ég spænsku.

Hef rölt um gamla sögulega miðbæinn í kringum Plaza de la Constitucíon ásamt að hafa farið á stærstu sýningu sem haldin hefur verið á verkum og ævi Frida Kahlo í tilefni af því að 100 ár eru frá fæðingu hennar. Lista-, ljósmynda- og minjasöfn hafa verið á vegi mínum ásamt að ég kom mér til hinnar fornu borgar Teotihuacán sem er um 50km frá.

Hér í Mexíkó borg eru lögreglumenn á hverju götuhorni að því er virðist. Mexíkó borgarbúar eru litlir og pattaralegir og hér líður mér virkilega sem risa, en ég fann ekki fyrir svona miklum hæðamun er ég var Asíu. Veður ljómandi, í kringum 20 gráður, skyggni ágætt.