Lenti um miðnætti í Mexíkó borg og við tók að finna hostelið sem ég hafði bókað ásamt leigubílstjóranum mínum. Hann talaði ekki ensku frekar en ég spænsku.
Hef rölt um gamla sögulega miðbæinn í kringum Plaza de la Constitucíon ásamt að hafa farið á stærstu sýningu sem haldin hefur verið á verkum og ævi Frida Kahlo í tilefni af því að 100 ár eru frá fæðingu hennar. Lista-, ljósmynda- og minjasöfn hafa verið á vegi mínum ásamt að ég kom mér til hinnar fornu borgar Teotihuacán sem er um 50km frá.