laugardagur, ágúst 18, 2007

Cancun og slæmar fréttir.

Sun is in the sky oh why oh why ?
Would I wanna be anywhere else


1970 ákváðu nokkrir bissness menn að starta strandbæ frá grunni að hætti Acapulco. Inní tölvuna var skellt inn sól, strönd, hótel, breiðstræti, veitingastaðir ofl og út kom bærinn Cancun, Ibiza Ameríkanans, einsog vinkona mín lýsti honum. Hér er ekkert sem minnir á Mexíkó. Tilgangur minn er að hitta félagana Dóra og Jón áður en haldið verður til Kúbu.

En þá eru það slæmu fréttirnar. Er ég kem hingað eftir 15 tíma rútuferð, þá frétti ég að á leiðinni er fellibylurinn Dean. Svo að ég sé fram á að gera það sem allir mundu gera. Hlaða myndavélabatterýin, tæma minniskortin og koma mér í góða aðstöðu til að mynda! Mér sýnist að hann muni fara beint hér yfir. Ég endurskoða kannski afstöðu mína á morgun, les fréttir frá hvernig fór á Jamaíka.