föstudagur, mars 09, 2007

Í ´Nam.


VÁÁ! Hvað það er langt síðan að ég bloggaði síðast. Þegar andinn hefur komið yfir mig þá hefur systurflokkur denna J. stoppað hér allt blogg og álíka sora.
Annars í fréttum er það helst:
Ég tók flug frá Laos til Hanoi í Víetnam. Þar bókaði ég siglingu um Halong flóa sem kvikmyndabuff (a.k.a. Jón Ívar) kannast við úr tomorrow never dies. Gisti um borð í báti á flóanum ásamt að skoða risavaxinn helli. Því næst fundum ég og bretinn Mike (ekki Al) okkur pöbb í Hanoi til að horfa á hinn yndislega leik Liverpool – Manutd og þvílík sæla og læti á barnum.

Hér er það kommúnisminn og Ho Chi Minh sem rúla. Gríðar munur á Laos og Víetnam þar sem hér er aldrei friður fyrir sölumönnum og mikið líf í gangi en í Laos þurfti maður að vekja sölumanninn til að fá að borga fyrir vöruna.
Ég skoðaði Ho frænda liggjandi í glerkistunni sinni ásamt að þræða herminjasafnið og endaði í “Hanoi Hilton” fangelsinu þar sem Bandaríkjamenn voru geymdir í stríðinu. Til að lifa mig inní hlutina hérna þá fór ég útá næstu dvd sölu og keypti mér Apocalypse Now og Full Metal Jacket. Hver dvd diskur kostar 1$ og eru þetta topp kvolidí. Ein áströlsk stelpa sem var í búðinni á sama tíma og ég fór út með 500 diska, kvikmyndir og sjónvarpsseríur. Jón, haltu þér frá Víetnam!

Ég var svo 13 tíma á leiðinni í lest til Hue og þaðan hef ég komið mér með rútu hingað niður til Hoi An. Læt myndirnar um rest..