laugardagur, mars 17, 2007

Í borg Ho frænda.


Ho Chi Minh borg, betur þekkt sem Saigon hefur haldið mér föstum í nærri viku. Hér hef ég skoðað hin ýmsu áróðurssöfn, stríðsminja safnið sem hefur að geyma ótrúlega myndir úr víetnam stríðinu sem gera alla orðlausa. Þvílíkir glæpir sem framdir voru af Ameríkönum og er nema von að það voru fyrrum bandarískir hermenn úr þessu stríð sem spiluðu stóran part í því að kaninn viðurkenndi ósigur sinn og drægi sig frá landinu.Áhrifin af efnavopna hernaði bandaríkjamann sjást enn í dag. Maður getur rétt ýmindað sér hvað er í gangi í Írak þar sem jackass kynslóðin, krakkar um tvítugt og yngri, fá að leika sér með ein öflugustu vopn sem fyrirfinnast í heiminum. Svo ég tali ekki um hegðun þeirra einsog í Abu Ghraib fangelsinu..

Ég skoðaði svo Cu Chi göngin sem eru um 70km frá Saigon. Það var gangna kerfi sem Víet Kong notaði í stríðinu og var nærri 200km að lengd. Ég skreið þarna um en var svo "heppinn" að einmitt þennan dag áttu þeir í vandræðum með rafmagnið. Svo stundum var ansi svart þarna inni og stelpan bakvið mig við það að flippa. Þetta var þó ekki nema um 100m sem maður skreið.












Skoðaði einnig frelsishöllina og þótti mér ægilega spennandi að komast í kjallarann og skoða byrgið og hvar njósnir fóru fram af fagmennsku.