Ho Chi Minh borg, betur þekkt sem Saigon hefur haldið mér föstum í nærri viku. Hér hef ég skoðað hin ýmsu áróðurssöfn, stríðsminja safnið sem hefur að geyma ótrúlega myndir úr víetnam stríðinu sem gera alla orðlausa. Þvílíkir glæpir sem framdir voru af Ameríkönum og er nema von að það voru fyrrum bandarískir hermenn úr þessu stríð sem spiluðu stóran part í því að kaninn viðurkenndi ósigur sinn og drægi sig frá landinu.Áhrifin af efnavopna hernaði bandaríkjamann sjást enn í dag. Maður getur rétt ýmindað sér hvað er í gangi í Írak þar sem jackass kynslóðin, krakkar um tvítugt og yngri, fá að leika sér með ein öflugustu vopn sem fyrirfinnast í heiminum. Svo ég tali ekki um hegðun þeirra einsog í Abu Ghraib fangelsinu..
.jpg)