þriðjudagur, mars 20, 2007

Kambódía og Pol Pot.


Kom mér frá Saigon og yfir til Phnom Penh í Kambódíu. Ástandið í borginni minnir mig einhverra hlutavegna á er ég kom til Úganda. Hvað um það, byrjaði á því að skoða forsetahöllina og fór þaðan yfir að skoða Tuel Sleng safnið sem er betur þekkt sem Öryggisfangelsi 21 (S-21). Þetta var skóli sem breytt var í illræmdasta fangelsi rauðu Kmeranna. Hér voru stundaðar ótrúlegar pyntingar sem fylgt var eftir með því að þeir sem lifðu þær af voru keyrðir útá “the killing fields of Choeung Ek” og líflátnir þar, enginn fékk lausn. Á tímabili voru 100 manns líflátnir á dag. Þarna mátti sjá myndir af föngum, pyntingartólum og aðferðum ásamt að lesa sögu fanganna sem frelsaðir voru og einnig frásögn fangavarða. Þaðan fór ég útá “the killing fields” þar sem fjöldagrafir voru grafnar og margir hverjir jarðaðir lifandi eða líflátnir á þann hátt að spara mátti byssukúlur. Ótrúleg sorgarsaga þetta 4 ára tímabil (1976-79) þar sem um 1,5 milljónir manna létust án þess þó að Pol Pot hafi verið lögsóttur fyrir.


Frá Phnom Penh kom ég mér til Siem Reap. Það er munur að koma sér frá að skoða minjar sorgarsögu Kambódíu og yfir í þeirra mesta stolt, borgina Angkor. Ég bjóst við að Angkor Wat væri stórt en váááá, þetta er ótrúlegt mannvirki! Hér eru líka fjöldinn allur af ekki ómerkari byggingum svo að ég verð hér allavegna 3 daga að skoða.