
Hinn eilífi forseti Norður-Kóreu, Kim Il-Sung á afmæli um helgina og því tel ég kjörið að heimsækja landið í tilefni þess. Mér er reyndar boðið þangað. Þeirra ástkæri leiðtogi Kim Jung-Il mun þar stjórna fjöldaskrúðgöngu sem er engu öðru lík er mér lofað.
Annars eru skiptar skoðanir um uppruna Kim Jung-Il sé ég. Ein heimildin segir að hann hafi fæðst í bænum Vyatskoye í Sovétríkjunum meðan Norður-Kóreskar heimildir herma að hann hafi fæðst á fjallinu Paektu þar sem fyrirboði þeirrar fæðingar hafi verið tveir regnbogar yfir fjallinu og ný stjarna á himnum. Maður veit ekki hvoru skal trúa.