fimmtudagur, desember 01, 2005

Á rúntinum í Beirút

Ég hef gaman af umferðarmenningu og mannvirkjum tengdum þeim. Við lestur á lonely planet bókinni þá kom þessi lýsing "Lebanese drives like a lunatic who has only recently - and illegally - escaped from a asylum!". Hún á svo sannarlega vel við en hér beygja menn inná brautir þegar þeim hentar, stoppa þegar þeim hentar og keyra eins hratt og druslan kemst. Double parking er vinsælt og umferðarljósin virðast aðeins til skrauts.. Fátt er skemmtilegra en rúntur með leigubílstjóra og heyra hann bölva, furða sig á akstri annarra og sjá hvernig hann framar öðrum á réttinn á öllum gatnamótum. Og ekki má gleyma spallinu og furðusvipnum er ég segist koma frá Iceland, "Ireland?" er þá oftast svar þeirra. Ég spenni ekki einusinni beltið svo spenntur verð ég.. .en alltaf kemst maður á leiðarenda. Annan eins fjölda af mercedes benz og BMW hef ég aldrei séð, og ekki þjóðverjinn heldur, sem ég hitti á röltinu en þessi floti er örugglega vel yfir 50%. "Góð gæði" var útskýring leigubílstjóra þegar ég spurði hann útí þetta og ekki lýgur hann.

Að öðru, ég skoðaði hellana í Jeita, sem eru rosalegir, og borgina Byblos þar sem stafrófið er talið upprunið og borgina Tripoli í gær.

Í dag rölti ég um Beirút, gekk "grænu línuna", skoðaði sundurskotið Holliday Inn, gröf Harriri ásamt staðnum þar sem þeir drápu hann. Uppbygging borgarinnar er ótrúleg og ekki hægt að ímynda sér að þessi borg hafi verið sundurskotin, spreng og í tætlum fyrir 5 árum síðan. Heimsótti einnig þjóðminjasafnið og rölti um húsakynni Ameríska háskólans hér í Beirút (stofnaður 1868). Fólkið hér er frábært og maður finnur ekki til óöryggis. Fólk er glatt, stollt, og með can-do hugarfar og spjallar hiklaust við mann. Og maturinn.. jömm, jömm!. Flestir virðast vel færir á ensku og sérstaklega frönsku, sem nýtist mér þó ekkert. En arabískan er öll að koma hjá mér..