Áfram er haldið. Ef litið er á landakort má sjá skemmtilegheit. Austuráttin, 300km frá mér, hefur að geyma Írönsku landamærin, öxul hins illa, 200km eru í Efrat ána og í vesturáttinni læðist Orentos fljótið í 150km fjarlægð. Ég er staddur útíbuskanum í hinni fornu borg hennar Zenobíu, Palmyra. Túristabær í miðri eyðimörk.
Sýrland er ódýrara en Bangladesh, segja mér fróðir menn. Hér fæ ég mér skyndibita og gosdós á 50kr. 3 rétta máltíð á besta stað er á 300kr. Taxi þvert og endilangt er max 35kr. Snickers á 25kr. Té-bolur á 150kr. Og örugglega eitthvað af þessu er verið að "okra" á mér, hinum vestræna íbúa.