Félagi minn og verðandi herbergisfélagi frá Hollandi upplifir margt. Fyrsta lagi, þá var hann degi of seinn og ákveður að koma í nótt. Ekki birtist hann og því talið að hann hafi hætt við. Nei, fáum við þá ekki fréttir af því að hann sé kominn.. til Amman, Jórdaníu! Ég bíð spenntur fregna af hvernig honum tókst þetta. Ég er annars kominn til Aleppo, nálægt landamærum Tyrklands, en hún er næst stærsta borg Sýrlands. Hér á ég að hitta hópinn minn, en hann kemur frá Tyrklandi síðdegis.
Það tekur um 2 tíma að keyra frá Beirut til Damascus. Yfir einn fjallagarð og volllla, þú ert kominn í nýtt land og annan heim. Beirút er hálfgerð miðjarðarhafsborg með svona Istanbúl keim, bland af austri og vestri. Margir á þýskum einkabílum, amerískar skyndibitakeðjur á hverju horni við hliðina á moskvum. Hér í Damascus er allt annað í gangi. 3/4 bíla í umferðinni eru leigubílar og þá úr austur evrópu og litlar rútur. Minnir óneitanlega á Bólivíu. Varla vestræn vörumerki að sjá og inná milli karlar í kuflum með rauð/hvíta hausklúta, sem er kúl. Að huxa sér..