fimmtudagur, desember 15, 2005

Og vindurinn mig ber og ég sé..

Stiklur. 400m undir sjávarmáli var ég fljótandi á dauðhafinu, í saltupplausn. Við tók ferð til Petra, sem flestir þekkja úr Indiana Jones og Last Crusade. Einn af hápunktunum mínum og sérstaklega asna reið mín þar um sem var ógleymanleg. Enginn stöðvunargír virtist vera á þessu dýri og keyrði ég niður 4 manneskjur á leið minni að sjá Ad-Deir musterið, á bölvinu sem á eftir mér fylgdi, þá virtist þetta vera Þjóðverjar. Síðastur var ég af stað en fyrstu var ég upp snarpratt 750 trappa fjallshlíðina. Asnar Sahed og Súset fylgdu fast á eftir er ég tók framúr þeim. Ég gekk niður.

Gisti ég í tjaldi bedúína í Wadi Rum eyðimörkinni við góðan orðstír. Við tók úlfaldareið um eyðimörkina ásamt jebbaferð, þar sem pallbíll brunaði um mörkina, meðan ég ríg hélt mér á pallinum. Er núna staddur í Aqaba, leiðindarbær með alltof hátt rakastig og bíð spenntur eftir að komast til Egyptalands í fyrramálið.

Jerúsalem ferðin varð vinum mínum Sahed og Raúl eftirminnileg. Ísraelskir landamæraverðir létu þá bíða í 6 tíma á King Hussein landamærunum, já eða fram að lokun. Erfitt að vera múslimi í dag. "You are never gonna make it" voru síðustu orð Ísraelsku landamæravarðanna er þeir brunuðu til að sjá Haram ash-Sharif moskvuna en þeir ætluðu sér að sjá hana og fara svo um Sheik Hussein Landamærin, sem er um 3 tíma akstur, en þau loka 21:00. Það tókst.

Hef sett inn 3 myndir!

1. Amman í bakgrunni.
2. Borgin Petra.
3. Ég á þjóðlegum nótum.

http://www.hi.is/~einarv/east