30sec tók að fá áritun og inngöngu í Egyptaland. Þeir eru ekki að stressa sig hér og augljóst að partur af seðlunum sem ég lét þá fá, fer ekki í ríkiskassann. Dahab var bærinn þar sem ég hafði aðsetur í 2 nætur. Kafara"töffarar" hanga hér, enda hafið rauða hér við þröskuldinn og barir útumallt, minnti mig á galapagos. Hér snorklaði ég, et og drak og ver gladr á ströndinni. Settum næst stefnuna á Sínaí fjallið þar sem Guð á að hafa flogið framhjá og kveikt í runna, ásamt að hafa sett Móses lífsreglurnar 10, líkt og segir í Gríms ævintýrum. Þurfti ég að hunskast á fætur 02:30 og klífa fjallið. Fyrir 500kr ísl. þá sparaði ég mér 6km í göngu og fékk far á úlfalda. Kuldinn og vindurinn á toppnum minnti mig á hvar ég verð eftir 4 daga en sólarupprásin 06:30 yljaði mér fljótt og teið var afbragð.
Rútan var svo sett í gírinn, Sínaí-skaginn keyrður, undir Súez skurðinn og Kaíró blasti við 8 tímum seinna. Giza pýramídana og sfínxinn heimsótti ég svo næsta dag ásamt að fara inní Kúfú píramídann. meðalhæðin fyrir 3000 árum var eitthvað lægri því ég nánast skreið þessi göng og hitinn, úff... En Egypska þjóðminjasafnið var svo klárað á tveim brettum. Kvaddi ég hópinn minn um kvöldið en restin er á leið niður til Luxor og Aswan, i hate these goodbyes. Hef svo eytt deginum einn á flakki í Borgarvirkinu, Muhammad ali moskunni og Ibn Tulun moskunni ásamt að láta sölumenn dauðans bögga mig í khan al-kalili markaðinum í íslamska hluta Kaíró. Fékk nóg og gerðist djarfur og rölti inná Nile Hilton hótelið og uppá efstu hæð þar sem ég fékk mér veigar og horfði yfir borgina í síðasta sinnið. Ljúft líf þetta..
London í nótt, ísland þann 23des og tánginn góði morguninn eftir, inshallah!. Látum þetta vera lokaorð að þessu sinni.