Ég er búinn að joina grúbbuna mína. Engum kemur það á óvart að flestir eru Ástralir, hin eiturhressi ríkisstarfsmaður Súset, Stúlkan með tyrkneska lúkkið og dóttir suður amerískra innflytjenda Ingrid, Vinirnir og ferðafrömuðurnir Matt og Daniel, ásamt verkfræðinemanum Daniella með biluðu myndavélina. Næstir eru það bresku Bangladesh búarnir, hinn sítalandi Sahed og frændi hans Raúl. Einnig er það prinsessan Alison. Herbergisfélagi minn og svefngengillinn reyndist vera Erik frá Hollandi. Trukkadræver og hjólari sem hefur ekkert email. Myndarlegur hópur sem var búinn að ferðast í gegnum Tyrkland áður en ég og Erik slógumst í hópinn. Gædinn er hinn skipulagði Sýrlendingur, Basjar.
Hér í Arabaheimi hef ég fengið að gera það sem ég hef alltaf verið heillaður af og fylgt mér frá playmó tímabili mínu með Billa, að skoða kastala! Mikið virki stendur á manngerðu fjalli og gnæfir yfir Aleppo, það var skoðað. Ótrúlegt mannvirki gert 12 öld. Svo var það kastali riddaranna, Crac des Chevaliers sem byggður var um 1000. Endaði á skoðun á Basilíkuna heilags Símoen sem var stærsta kristna bygging mið austurlanda þegar hún var byggð á 4 öld.
Er staddur í borginni Hama sem er hljóðlát og róleg og hótelið afbragð. Hér á móti er hægt að fá mjólkurhristing með banana og jarðaberjabragði. Ég er búinn að fara 4 sinnum..