Hér er stuð. Hótelið sem ég hafði treyst á við komu mína hingað var fullbókað en ég þurfti ekki að rölta langt til að finna annað hótel, klukkan orðin rúmlega 03:00. Mánudagurinn var því tekinn í afsleppelsi, enda ég í sumarfríi. Í dag fór ég í bíltúr með leiðsögumanni og æstum Kýpur búa. Spjall okkar snérist fljótt út í yfirgang Tyrkja í eynni, og lét ég því vera að dásama þá, ásamt tali um smáþjóðaleikana, sem þeir virðast hafa gjörsigrað.
Byrjuðum við á toppnum með því að heimsækja Bekaa dalinn og hinar ótrúlegu rómversku rústir í Baalbek. Dalurinn er þó minna þekktur fyrir að aðsetur Hezbollah er þar að finna. Enduðum í Anjar þar sem ég át flest allt sem talist getur Líbaníst með dyggri aðstoð leiðsögumannsins, sem skóflaði á diskinn minn og dásamaði um leið.
Á morgun er ferðinni heitið til Tripoli, ásamt því að skoða hellana í Jeita og rómverskar rústir í Byblos.