mánudagur, janúar 29, 2007

bakkað upp ártúnsbrekku..


Er kominn til Tehran. Á þessu hóteli hafa líklega 1-2 Íslendingar verið síðastliðin 10 ár, sagði mér hóteleigandinn. Nema hvað er ég kem hér uppá hótel þá segir mér eigandinn að það sé annar Íslendingur búinn að bóka sig inn! Ég á erfitt með að trúa því fyrr en hann sýnir mér vegabréfið hans. Hér var því staddur hann Guðmundur Þór, nokkrum herbergjum frá mér.


Í dag og morgun er frídagur vegna Imam Hussein sem dó fyrir einhverjum 1400 árum síðan. Eru hér miklar skrúðgöngur og svartir fánar um allt, en þetta er dagurinn er karlmenn berja sig til blóðs á bert bakið með keðjuvendi samkvæmt sjónvarpsfréttum. Íranskir karlmenn eru þó ekki mikið fyrir það, allavegna hér í Tehran og láta duga að fara í skrúðgöngur og berja laust með flötum lófa á brjóstkassann eða berja sig laust á bak með þessum vendi, íklæddir svartri skyrtu, í takt við trumbuslátt.


Af hverju telja leigubílstjórar hér það í lagi að bakka upp einstefnugötur ef þeir hafa farið of langt? Þetta hef ég marg oft séð en fékk svo að kynnast sjálfur er leigubílstjórinn minn fór of langt með mig. Þetta var líkt og að bakka upp ártúnsbrekkuna á háanna tíma með tilheyrandi flauti og bremsuhljóðum.


Mynd: Fyrir utan fæðingarstaðar Imam Khomeini í Qom.