fimmtudagur, janúar 25, 2007
MR Oh!
Í Esfahan gisti ég í 5 manna herbergi sem kostar um 300kr nóttin. Á móti mér er hún Sjang, 45 ára gamall kennari frá Kóreu sem nýtir vetrarfríið til þess að ferðast hér um í 2 vikur. Þar til hliðar er japaninn með magaverkinn, en hann kom frá Pakistan í gær eftir vikuferðalag þar og hefur nánast sofið síðan. Þar á móti er japanski stúdentinn Takuma sem hefur uppfært mig um helstu fréttir knattspyrnuheimsins og sagt frá dálæti sínu á Guðjónssen og hans helstu kostum. Sá fjórði er Kóreubúinn Oh. 34 ára strákur sem hefur hjólað um asíu í 2 ár! 8 mánuði í suðaustur asíu og svo 1 ár í Indlandi. Hann er búinn að vera hér í viku og bíður eftir böggli frá Kóreu sem inniheldur nesti og nýja skó. Skórnir hans eru nefnilega ónýtir og svo er hann búinn með einhverja kryddsósu sem hann notar í matargerð sína og getur ekki lifað án. Hann skilur ekki hvernig Ísland getur verið herlaust land.
Var að koma frá borginni Esfahan hér í Íran, sem er líklega fallegasta borg hins Íslamska heims og demantur Persíu hinnar fornu. Verð tvo daga í Kashan en það sem gladdi öll mín skynfæri mest er það sem ég sá á leiðinni á hótelið og það var... Jebb.... Ísbúð!!