laugardagur, janúar 13, 2007

Böns of monní


Gengið er hér 1 dollari á móti 9600 IR. Engir hraðbankar í Íran eru tengdir við hið alþjóðlega net fjármála sem þýðir að engin kort virka. Hér er það seðillinn sem talar. Ég rétti því bankastarfsmanninum þrjá 100 dollara seðla og bað um skipti. Það kom svipur á kauða en hann vann vinnuna sína. Svo kom svipur á mig.. ég ákvað að vera ekkert að dobbúl tjékka hvort þetta væri rétt talið.