föstudagur, janúar 19, 2007

Kheyli mamnun!



Það var kominn tími til að losa sig við það sem Amma öfundar mig mest af en Berglind systir minnst af. Júbb, hið hrokkna hár skildi klippt af á næstu stofu. Eftir þriggja mínútna rölt fannst stofa og er ég steig inn var ég dreginn í stólinn. Klipparinn var hin villta útgáfa af Elvis Prestley og Saddam Hussein í útliti, sameinaður í einn pakka. Á næsta bás var ungur maður búinn að fá klippingu sem var bland af síðum toppi og sítt að aftan með mjög mjöög miklu geli. Það var ekki aftur snúið. Ég reyndi að koma honum í skilning um hverskonar klippingu ég vildi.. en enga skildi hann ensku né íslensku. Fór hann svo sem hvirfilbylur um hausinn á mér líkt og í teiknimynd, þar sem skærin stoppuðu ekki eitt augnablik þó hann væri að hugsa næsta múf. Ég var þó sáttur við útkomuna eftir að ég lét reyndar fjarlægja sítt-að-aftanið sem hann taldi mig vilja. Kostnaðurinn náði 150 krónum..

Kominn til Yazd eftir 7 tíma rútuferðalag. Hér er ein elsta byggð heims samkvæmt Unesco. Drakk te í dýflissu Alexanders Mikla. Gisti á hótel Amir Chakmaq og verður það ekki mikið ódýrara hér í landi, nema jú kannski fangelsisvist..