Einsog sést á upphafsstöfum orðanna í fyrirsögninni þá er ég byrjaður að kafa. Þetta var ekki tekið með vetlingatökum heldur var manni bara skellt strax í búning og útí sjó! Hinn venjulegi maður fer fyrst í sundlaug en ég er óvenjulegur maður! Tíminn á Galapagos fór mest allur í köfun og lærdóm svo lítið annað var gert, ég fór þó í Darwin center og skoðaði mig um á túristastöðum. Gríðar dýralíf einsog flestir vita og svo búa þarna um 10.000 manns. Ég kláraði gráðuna "Open water diver" með glans og er því löggildur kafari niður að 18m, launahækkun bókud þar med í vinnunni.. Fór í 4 frábærar kafanir, þar sem ég syndi með risaskjaldbökum, hákörlum, sæljónum og selum. Önnur köfunin mín var þó skuggaleg þar sem skyggni var nánast ekkert og gríðarstraumur. Jamm, það mætti halda að maður hefði þetta í blóðinu ;)
Er kominn núna til Quito í Ekvador og flýg yfir til New York í fyrramálið. Verð svo kominn heim til Íslands 6:50 á mánudagsmorgun og stefnan er sett á að mæta beint í vinnu, "Notendaþjónusta Reiknistofnunnar góðan dag" Get ekki beðið..Mæti með nammi fyrir vinnufélagana, bæði gott nammi og svo vont nammi fyrir suma sem kláruðu japanska nammið frá Finni fyrir manni (skemmtilegt orð, nammi). Svo er náttúrulega að fela hina víðförlu jógúrtdós í skúmaskoti í bás Sigurðar. Það eru margar skyldurnar sem bíða manns í vinnunni.
Inga verður eftir á Galapagos í 2 vikur svo maður þarf að reyna að bjarga sér sjálfur.
1944 og örbylgja..