Nú er ferðinni heitið til Afríku. Kenýa varð fyrir valinu ásamt Úganda og Rúanda. Hér má sjá föndraða mynd af mér, af leið þeirri sem ætlunin er að fara. Merkt með vinstri grænu..
Brottför er 8 jan til london og svo áfram til Nairobi í kenýa. Ég á að vera kominn í hitann 21:00 að staðartíma þann 9 jan.
Komudagur til íslands er svo 24 jan ,en brottför frá Nairobi er 23jan með millilendingu í London.
Ég mun blogga ef aðstæður leyfa.