þriðjudagur, ágúst 10, 2004

The World´s most dangerous road!

Jæja, eftir 22 tíma ferðalag frá Cusco yfir til La Paz þar sem innifalið var 4 mismunandi rútur, ein viðgerð og eitt sprungið dekk þá komust við á leiðarenda. Erum búin að hafa það rólegt í La Paz en þetta er gríðar lifandi borg og skemmtilegt að vera í. 80´s tónlistaráhugi er áberandi með Roxette fremsta í flokki.
Ég og Inga fórum svo í dag í fjallahjólreiðtúr niður "The World´s most dangerous road!". Það hverfur 1 bíll á tveggja vikna fresti niður þetta bratta bjarg. Kannski ekki nema von þar sem þetta er snarbratt og einbreitt en þó umferð í báðar áttir. Flautan ræður ferð er komið er fyrir horn og einsgott að vera ekki fyrir. Óhætt er að segja að þetta hafi verið eitt skemmtilegasta sem ég hef gert. Að byrja í 4800 metra hæð og þjóta niður nánast í frjálsu falli niður í 12oo metra hæð yfir sjávarmáli og voru þetta heilir 63 km.
Við höfum komið okkur fyrir núna á hóteli hérna neðst í dalnum í bænum Coroico, en hérna endaði hjólaferðin.
Ætlunin er svo að fljúga til borgarinnar Sucre og fara þar yfir til borgarinnar Potosí, en þess má geta að hún er sú hæðsta í heimi, í 4090m hæð. Hún var einnig um árið 1830 stærsta borg í suður ameríku og stærri en London þá..
Jæja, maturinn kallar... ç



[Mont innskot ritstj.] Af 40 manna hóp, thá var ég fyrstur nidur. Fannst thetta verda ad koma fram! :)