föstudagur, ágúst 20, 2004

Galapagos!

Frá því að ég lét heyra í mér síðast þá hef ég haft fótinn í 3 löndum. En svo ég byrji á byrjun þá var ferðinni heitið frá Potosi til Uyuni sem er smábær (og það á Íslenskan mælikvarða). Þar fórum við að skoða saltauðnir í 4x4 Jeppa einsog mælt var með. Að vera þarna var einsog að vera uppá jökli en í stað snjós var náttúrulega salt. Við keyrðum í um 2 tíma þar til við komum að eyju í miðju þessarar saltauðnar. Á eyjunni var að finna yfir 1000 ára gamla kaktusa og var þetta ákaflega absúrt! Ég kem myndum inn af þessu við fyrsta tækifæri. Internethraða var bara ekki að finna í Bólivíu en galapagosið lofar góðu. Eftir þetta komum við okkur til Sucre í næturrútu og flugum yfir til La Paz á fyrsta farrými, en vegna mistaka þá var vélin yfirbókuð og við þurftum að hanga þar með 6 öðrum.. skandall! ;) Ég gleymdi að segja frá því áður en áður en við fórum til Potosi þá skoðuðum við ein skýrustu og lengstu risaeðluspor í heimi! Þau fundust fyrir tilviljun bakvið steypustöð í Sucre. Sem betur fer þá er jarðvegurinn sem þau fundust í gagnslaus svo að sporin fengu að vera í friði þar til að það uppgötvaðist hvað þessar "holur" væru..
Jæja, í La Paz virkjaði ég kvennmanninn í mér og fór í verslunarleiðangur! Íþróttavörur eru glæpsamlega ódýrarar þarna og varla hægt að fá skó yfir 5000kr. Á móti kemur að ekki er heldur hægt að fá skó yfir 42 í stærð svo ég átti í smá vandræðum. Mér tókst þó að finna skó og íþróttaföt á mig, ásamt á ættingja (Ekkert á þig Siggi, þeir áttu ekkert í bleiku..).
Flugum svo frá La Paz yfir til Lima í Perú og þaðan yfir til Quito í Ekvador, en við lendingu sýndi Inga enn og aftur hversu magnaður íþróttamaður hún er. Við ótrúlegar erfiðar aðstæður þá sýndi hún einstaka lipurð við að halda jafnvægi með fullt glas af kaffi. Skemmtanagildi var uppá 10 en árangur nær 5... snilld!.
Það má segja að Ekvador sé komið tug ára á undan inní hina eftirsóttu vestrænu menningu miðað við Löndin tvö sem áður höfðu verið heimsótt. Þarna er líka að finna mun meira af betlurum og böggi og engum treystandi. Mikið af vopnuðu fólki og hvort sem búðin var leikfangabúð eða ríkisstofnun, þá voru vopnaðir verðir fyrir utan. Sagt er að þarna sé að finna mesta mun á fátækt og ríkidæmi í heiminum, þ.e.a.s.. mjög lítil millistétt..
Jamm.. maður saknar La Paz.
Svo var haldið frá Quito eftir 2 daga yfir til Galapagos. Hérna tók á móti manni hópur af Peligönum við hátíðlega athöfn..

Köfun er á dagskrá..