miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Suðaustur Asíu planið.



Hér er ferðalag mitt merkt ónákvæmlega með rauðu striki inná kort sem ég stal af internetinu. Ég mun fara uppá við á þessu korti a.k.a. norður. Mun ég leggja af stað á föstudagsmorgun en ég fæ vegabréfsáritun mína fyrir Víetnam klukkan 16:00 á morgun.

Hefst þá upptalning í réttri röð um þá staði sem ég mun stoppa við eða hafa næturstopp en ferðin byrjar hér í Bangkok.

Þess má geta að Laos (sem virkar ekki stórt á kortinu) er rúmlega tvisvar sinnum stærra en Ísland. Þetta er því töluverður spotti og reyndar mun lengra en ég hélt.. ehmm.




Tæland: 3 vikur
Ayuthaya
Phitsanulok
Mae Sot
Pai
Chiang Mai
Chiang Rai

Laos: 2 vikur
Luang Nam Thá
Muang Sing
Nong Khiaw
Luang Prabang
Phonsvanan
Vang Vieng
Vientiane

Vietnam: 2 vikur
Hanoi
Sapa
Halong bay
Hué
Hoi An
Nha Trang
Dalat
Mui Ne
Saigon
(Phu Que eyjan)

Kambódía: (1 vika)

Phnom Pen
Kompong Chhnang
Siem Reap (Angor)
Battampang
Sisophon > Banteay Chhmar
Poipet

Tæland aftur: restin af þessum 3 vikum
Aranya Prathet
Khao Yai þjóðgarðurinn

Svo fer ég aftur til Bangkok og þá er hringnum lokið. Áhugasamir (semsagt mamma) geta þá fylgst með hvar ég er staddur hverju sinni á þessum hring en ég mun auglýsa það með ójöfnu millibili.