laugardagur, febrúar 03, 2007

Celebrate the art of shopping.


Dubai er ekkert öðruvísi en aðrar borgir. Það þarf að finna ástæðu til að fá fólk til að koma hingað og því stendur núna yfir “shopping festival” þar sem þeman er “celebrate the art of shopping”. Kunnugir í Dubai segja þó engan mun vera á þessu dögum eða öðrum dögum ársins, hér eru hvort að er allir að versla. Fór að sjá Burj al arab hótelið (seglið) en það kostaði mig 100$ að fara í anddyrið svo ég sleppti því. Ég fór því næst í sundlaugarrennibrautargarð í nágrenninu sem er á 4,8 hektara landsvæði. Það tók mig svo 1 og hálfan tíma að komast þessa 14km til baka enda er umferðin hér einn hnútur, svo vægt sé til orða tekið.







Fór því í gærmorgun á rútustöðina og tók rútuna til Muscat, höfuðborgar Oman. 1970 hafði þetta land einn skóla, eitt sjúkrahús rekið af bandarískum trúboðum og um 10km af malbiki. Í dag er þetta velmegunnar paradís og hefur fallegustu höfuðborg sem ég hef séð. Öll hús eru byggð í arabískum stíl, lágreist og ljós á lit. Göngustígar og umferðarmannvirkin eru þvílík og allt gengur hér án nokkurra tafa. Borgin liðast hér um meðfram ströndinni og á milli fjallanna, svo má sjá gömul portúgölsk virki og kastala í hlíðunum og allir vita hvað ég dýrka kastalabyggingar..