sunnudagur, apríl 08, 2007

Smjattað á peking önd í Kína


"He who has not climbed the Great Wall is not a true man"

sagði Mao Zedong orðrétt á ensku. Ég arkaði vegginn fram og til baka í yfir 4 tíma, enda lengi verið einn af mínum furðulegu draumum að framkvæma. Reyndar segir sagan að veggurinn hafi í raun aldrei gert sitt gagn svo ég vitni nú í Genghis Khan "The strength of a wall depends on the courage of those who defend it".
Smakkaði Peking önd, heimsótti hina forboðnu borg ásamt musteri himinsins og arkaði um tianamen torg sem er stærsta almenningstorg heims. Nóg að gera..

Annars er skrítið að koma hingað til Peking, hér er verið að rífa niður allt og nútímavæð með verslunarmiðstöðvum, viðskiptahöllum og fyrirtækjablokkum. Meðan horfa hægri menn á Íslandi til stalínískra lausna þar sem öll vandamál leysast með byggingu stóriðjuvers í hverju krummaskuði. Merkilegt! Aðal ástæðan er þó sú að kínverjar vilja sýnast "inn" enda ólympíuleikarnir hér á næsta ári. Þeir mættu byrja á því að leyfa mér og Kínverjum að skoða blogspot.com síður...