laugardagur, mars 31, 2007

Í sandölum og engum bol.


Ég kom mér yfir til Bangkok frá Phnom Penh og er þetta líklega versti vegur í heimi! Hann er ómalbikaður og sem þvottabretti. Það tók 5 tíma að komast þessa 150km með bilunum og sprungnu dekki að landamærunum. Það mátti sjá 2-3 valtara og vörubíla á þessum kafla að þykkjast vera að gera eitthvað en nóg er af skiltum sem segir að vegavinna sé í gangi. Í raun er þetta ástand búið að vera í mörg ár því sagan segir að flugfélag kambódíu borgi héraðsstjóranum fyrir að laga ekki veginn. Trixið er að túristarnir fara í rútum frá Tælandi til að sjá Angkor Wat en meiki ekki ferðina til baka og kaupi sér flugmiða í staðinn. Einnig passa rúturnar sig á því að vera sem allra lengst á leiðinni og koma seint að kveldi að ákveðnum hótelum og fá þókknun fyrir.


Ég kom mér annars í Kínverska sendiráðið og sótti um dobbúl entry VISA og fann flug til Beijing með mínum múslima vinum hjá Egypt air. Hef svo komið mér fyrir hérna á eyjunni Ko Samet sem er í raun þjóðgarður skammt frá Bangkok. Það væri verra ef það væri betra svo ég vitni í ákveðinn, en hér er allt til alls, nema eitthvað ódýrt. Ég hef því hlaupið um strendur á rauðu lendarskýlunni minni sem Hasselhoff og vakið aðdáun og heimsfrægð fyrir minn snjóhvíta líkama.
Annars hafa Siggi eða Bó gerst sekir um að kvitta undir síðustu færslu sem “einar valur”. Varist eftirlíkingar kæru vinir.
Já og svo óska ég systrum mínum til hamingju með afmælið, ein átti afmæli í gær og hin um daginn..