mánudagur, apríl 23, 2007
Panda og leirkallar
"Mr. Junarsom" heiti ég í hótelskýrslum í Xi´an en þangað fór ég til að skoða hina frægu leir hermenn. Þeir fundust árið 1974 af bónda sem var að grafa brunn í landi sínu. Kom seinna í ljós að þarna mátti finna 8000 eftirlíkingar af hestum og hermönnum en allar eru þær mismunandi hvað varðar líkamsbyggingu og klæðnað. Reyndust þær einnig allar vera málaðar nákvæmlega þótt það sjáist ekki lengur í dag.
Þaðan lá leið mín til borgarinnar Chengdu í þeim eina tilgangi að sjá Panda birni. Þarna er að finna stærstu rannsóknarmiðstöð heims í pandafræðum ásamt að geyma fjöldann allan af panda birnum. "Ægileg krútt og svooo sæt" sögðu stelpurnar í kór..
Er enn í Chengdu en hér vofir yfir 10 daga frí frá og með 1 Maí, sem þýðir að hvert eitt og einasta hótel ásamt lestum og flugum er fullbókað. Annars er ég mjög hress.