föstudagur, apríl 13, 2007

Hann á afmæli í dag


Hinn eilífi forseti Norður-Kóreu, Kim Il-Sung á afmæli um helgina og því tel ég kjörið að heimsækja landið í tilefni þess. Mér er reyndar boðið þangað. Þeirra ástkæri leiðtogi Kim Jung-Il mun þar stjórna fjöldaskrúðgöngu sem er engu öðru lík er mér lofað.
Annars eru skiptar skoðanir um uppruna Kim Jung-Il sé ég. Ein heimildin segir að hann hafi fæðst í bænum Vyatskoye í Sovétríkjunum meðan Norður-Kóreskar heimildir herma að hann hafi fæðst á fjallinu Paektu þar sem fyrirboði þeirrar fæðingar hafi verið tveir regnbogar yfir fjallinu og ný stjarna á himnum. Maður veit ekki hvoru skal trúa.

Að ýmsu hefur verið að huga fyrir brottför. Upplýsingar um mig hef ég þurft að senda ásamt staðfestingu frá vinnuveitanda um að ég sé ekki blaðamaður, hann mátti jafnvel búast við símtali. Heljarinnar lista sem ég fékk um hvað ég má og ekki má gera hef ég lesið að loka punkti nokkrum sinnum. Svo þarf ég að skilja eftir áróðurstól einsog bækur, tölvu, gemmsa og myndavél hér í Beijing svo ekki munu þið heyra boffs í mér fyrr en ég kem aftur til Beijing þann 19 apríl.