mánudagur, júlí 26, 2004

Kominn til Puno.

Strùtakjotid og Lamadyrid runnu ljúflega nidur, 5 stjornur thar.  Thà à madur bara eftir ad smakka naggrìsinn.

Erum annars stodd núna í um 4000 metra hæd í bænum Puno (150.000) . Fórum mest í 5000metra í Andesfjollunum í fyrradag.  Thad sem búid er ad gerast hingad til er ad vid fórum í Colca Canyon en thetta er um 120km langt og djúpt gil sem fannst thó ekki fyrr en um 1930!  Sáum thar tug af Andeskondórum en hann er stærsti fleygi fuglinn í heiminum, með 3,5 metra vænghaf,mognud sjón! Fórum svo í 2 tíma gonguferd í sveitinni tharna í kring. Lítil thróun hefur átt sér stad thar og er enn notast vid asna sem burdadýr og naut til ad plægja akurinn.  Endudum svo daginn á thví ad fara í "heitan hver". Thetta var eiginlega svona stór sundlaug med heitu vatni og svoleidis pakkad af fólki í lauginni. Gistum svo í litlu thorpi, íbúafjoldi um 1200 manns. Thar var 3 daga hátíd í gangi sem virtist ganga útá thad ad lúdrasveit gekk í hring um bæinn og spiladi somu 2 login allan tímann! Sídan bættist fólk í skrúdgonguna og fór úr eftir thví sem thví endist "drykkju"threk.  En lúdrasveitin hafdi spilad stanslaust í rúmlega 50 tíma og var enn ekki hætt er vid fórum úr bænum. Eyrnatapparnir komu ad gódum notum um nóttina.  Vid slógumst thó í skrúdgonguna í gærkvoldi og donsudum med theim í thónokkurn tíma,  jebb, thid lásud rétt, ég og Inga donsudum! :)  

Thad sem er fyrirstafni er ad fara útí í eyju í Titicaca vatni og gista hjá innfæddum. Thar er ekkert rafmagn svo thetta verdur ævintýri.