Sigling um Titicaca vatn er búid og gert. Fórum fyrst útí eyjuna Taquila og röltum yfir hana á um 2 tímum. Komum vid í midbænum og sáum thar hátíd á adaltorginu. Átum thar ljúfan kingfish veiddan beint úr vatninu. Thar á eftir var siglt til Amantini eyjunnar en thar var meiningin ad gista hjá innfæddum. Vid fengum ad gista hjá 5 manna fjolskyldu og má segja ad betri svefn hafi vid varla fengid í ferðinni. En ádur en ad svefninum kom var fótbolti spiladur. Skipt var innfæddir á móti útlendingum. Ég plantadi mér náttúrulega fram á völlinn enda skeinuhættur sóknarmadur med baneitraðan vinstri fót. Thad var ekki ad sökum ad spyrja, kallinn plantadi boltanum í netid vid fyrsta tækifæri. Tap var þó stadreynd enda lítid grín ad spila knattspyrnu í 4000metra hæd :) Deginum var svo slúttad med thvi ad horfa á sólsetrid frá hæðsta punkti eyjunnar. Þar á eftir tók við máltíð með fjölskyldunni en boðið var uppá magnaða kartöflusúpu. Hér eru allar máltíðir með kartöflum! Þar á eftir var farid í félagsheimili þeirra eyjaskeggja og fagnað þjóðhátíðardegi Perúbúa. Þar vorum við klædd upp að hætti Perúbúa og dönsudum fram eftir kvöldi.
Dagurinn eftir fór svo í að skoða hinar fljótandi Uros eyjur ásamt því að flakka um borgina Puno. Daginn eftir var komið á stórskemmtilegu ferðalagi sem hófst í Puno og var næsti viðkomustaður hin frábæra borg Cusco. Er um 2 tímar voru búnir af því ferðalagi þá hrundi rútan (benz í eldri kantinum) . Viðhald á vélum hér í Perú felst víst í því að ekkert er gert fyrr en gripurinn bilar, að sögn leiðsögumannsins. Jebb, eftir 2 tíma "viðgerð" hjá rútubílstjóranum þá komst hún aftur í gang og liðinu smalað inn. Nýja rútan sem okkur var reyndar lofað innan hálftíma frá bilun (á perúsku tímatali, þar sem "eftir hálftíma" getur þýtt eftir klukkutíma eða viku) hafði ekki enn sést. Jæja, á stað var haldið og eftir um 3 mínútur þá stoppaði hún algjörlega við mikla "ánægju" hinna mjög svo pirruðu Hollendinga sem voru með okkur í rútunni. Við þetta óhapp tilkynnir þernan í rútunni að rúta sé á leið frá Puno og að hún sé að leggja af stað núna. Gaman að þessu og þetta áætlaða 6 tíma ferðalag varð að 12 tímum og nýja rútan sömu gæða og gamall strætisvagn. Borgin Cusco hefur þó fengið okkur til að gleyma þessu öllu enda mögnuð 300.000 manna borg og okkar síðasti viðkomustaður áður en haldið er í 4 daga göngu til Machu Picchu . Við leggjum af stað 4 í fyrramálið.
Eitt sem hefur vakið athygli mína er hvað mörg hús hérna í Perú eru ókláruð. Það virðist alltaf vanta eitthvað uppá að klára herbergi, þak, glugga, osfrv. Í dag komst ég að því að óklárað hús þýðir að þú þarft ekki að borga skatta af því, fyrr en það er tilbúið! Stórskemtilega áhugavert system.
Þess má geta að hér sest sólin alltaf um 6 og eftir það er orðið svartamyrkur.
Svona til að strá salti í sárið hjá sumum sem verða að borga um 10$ fyrir klukkutímann á interneti, þá er ég að borga 30 kr. fyrir klukkutímann hérna í Perú.
Hinir kröfuhörðu og mössuðu áðdáendur þessarar síðu geta hresst sig við því að það eru komnar myndir! :) Þær má sjá með því að smella hér! eða hér > http://www.hi.is/~einarv/peru
Til að koma því á hreint og vegna gríðarfjölda fyrirspurna, þá er í lagi að nota myndirnar af mér sem bakgrunn í tölvunni.