þriðjudagur, ágúst 14, 2007
Mexíkó er æði og maturinn sinnum tveir, en enga kunna þeir ensku. ég hef þurft að taka krasskors í tungumálinu og les ég spænsku fræðin líkt og um nba-fréttir væri að ræða.
Á síðustu dögum hef ég heimsótt borgirnar Puebla, sem þekktust er fyrir sitt nýlendu-spænska yfirbragð og sínar 70 kirkjur.
Næst var það Oaxaca sem er einnig svipuð með nýlendubyggingar, stræti og torg að spænskum sið. Þar í grennd er hin forna borg hvíta fjall (Monte Albán) sem byggð var í 500 metra hæð yfir dalnum á flötum fjallstopp með 360 gráðu útsýni. Var hún byggð á árunum 300-700 bjuggu þar 25.000 manns er mest var.
Kom mér svo til Tehuantepec sem er 30.000 manna bær. Þar voru tívólí tæki á báðum torgunum og mikið stuð. Ég er ekki frá því að þetta séu tækin frá Hveragerði forðum daga. Þarna sá ég engan túrista.
Er núna kominn til borgarinnar San Cristóbal de Las Casas. Hingað flúðu Mæjarnir (Maya) er veldi þeirra hrundi á láglendinu fyrir 1000 árum en borgin stendur nokkuð hátt. Hún er þekkt fyrir að vera nokkuð félagsleg, mannleg, listræn og hafa hin ýmsu mannúðarsamtök hér bækistöðvar. Uppáhald so far.
Hvað um það, einhverjir hafa kvartað yfir því að of margar “wikipedia” myndir séu fylgjandi blogginu en engar glæstar myndir af mér. Er ég því sammála, en ég hef líkt og aðrir ákaflega gaman af því að skoða myndir af mér sjálfum. Ég mun því láta undan þrýstingi og birta myndir hér á síðunni af mér að framkvæma hinar ýmsu kúnstir í næstu tilkynningarskildu.