mánudagur, maí 14, 2007
Lýðurinn ræður?
Stoppaði stutt í borg ljónsins, Singapore. Lítil eyja þar á ferð á stærð við stór Reykjavíkur svæðið en með nærri 5 milljónir íbúa og næst fjölförnustu höfn heimsins. Verulega hrein og skilvirk með fjölþjóðasamfélag þar sem allir lifa í sátt og samlyndi, þökk sé alltof ströngum lögum við öllu. Má segja að hún sé græna útgáfan af manhattan.
Einhvern veginn tókst Finni að sannfæra mig um að fara í einkatíma í karate hjá einhverjum svartbelting, vini hans. Þetta mun ég flokka undir næst vitlausustu íþróttaframkvæmd mína síðan ég prufaði að fara í jóga um árið. En samt stuð.
Er kominn til Kuala Lumpur í Malasíu. Held hér til í kínahverfi á gistihúsinu rauða drekanum. Ekki er margt hér að skoða annað en Petronas turnarnir sem var heimsins stærsta bygging þar til 2004. Gríðarlega flott bygging gerð úr gleri og stáli í íslömskum stíl. Annars er komið nóg af frumskógi steinsteypunnar og hef ég sett stefnuna á hálendið.
Ég fylgdist nokkuð með kosningunum en minna með júróvísjón. Engu að síður fengu báðir þessir atburðir jafnmikla athygli í fjölmiðlum hérna fyrir austan, eða enga. Ég kaus samfylkinguna í okkar glæsilega sendiráði í Kína. Þar tók á móti mér Axel Nikulásar sem var líka svona helvíti hress. Stimpillinn fyrir íslandshreyfinguna hafði þó ekki borist í hús.
Ólafur Stephensen sagði í frétt núna í nótt (en hefur verið breytt núna í "sjá nánar í morgunblaðinu") að framsókn og sjálfstæðismenn væru á leið í samstarf þar sem framsókn fengi 4 ráðherraembætti. Á maður að trúa svona eða er þetta óskhyggja viðkomandi? og flokkarnir ekki einusinni með 50% atkvæða þjóðarinnar. Það skildi þó ekki verða að Birkir vinur minn verði ráðherra? Ég sé að trúbróðir flögu frænda vill frekar vinstri græna í samstarf en samfó. En náttúrlega er eina vitið að S og D fari í samstarf og framsókn haldi áfram að hverfa..